Enski boltinn

AC Milan hefur áhuga á Adebayor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Emmanuel Adebayor,
Emmanuel Adebayor, Nordic Photos / Getty Images

Varaforseti AC Milan, Adriano Galliani, hefur staðfest að félagið sé áhugasamt um að fá framherjann Emmanuel Adebayor í sínar raðir.

Milan hefur lengi verið á höttunum eftir Adebayor og var sagt að félagið hefði gert tilboð í hann síðasta sumar.

Milan á eitthvað af peningum eftir söluna á Kaká og félagið ætlar sér að bjóða í Adebayor ef félagið fær ekki Edin Dzeko frá Wolfsburg.

„Adebayor er annar kostur ef við fáum ekki Dzeko. Ég hef hringt í Arsene Wenger og tjáð honum af áhuga okkar," sagði Galliani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×