Enski boltinn

Jo verður áfram með Everton

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jo í leik með Everton á síðustu leiktíð.
Jo í leik með Everton á síðustu leiktíð. Nordic photos/AFP

Brasilíski framherjinn Jo er búinn að ganga frá árs lánssamningi við Everton en leikmaðurinn kom einnig til félagsins á láni frá Manchester City á síðustu leiktíð og skoraði þá 5 mörk í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 22 ára gamli Jo kom til City frá CSKA Moscow á 18 milljónir punda en fann sig engan veginn hjá félaginu og skoraði einungis eitt mark á fyrstu fimm mánuðunum á Borgarleikvanginum í Manchester.

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur þegar útilokað að félagið sé tilbúið að borga neitt nálægt þeim 18 milljónum punda sem City greiddi fyrir leikmanninn síðasta sumar og því er lánssamningur aftur uppi á pallborðinu núna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×