Enski boltinn

Pato ætlar að ræða við Ancelotti

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alexandre Pato.
Alexandre Pato. Nordic photos/Getty images

Hinn 19 ára gamli Alexandre Pato hjá AC Milan lýsti því yfir í dag að hann hafi hug á því að ræða við Carlo Ancelotti, nýráðinn knattspyrnustjóra hjá Chelsea og fyrrum knattspyrnustjóra AC Milan, áður en hann hittir forráðamenn AC Milan til að ræða framtíð sína hjá ítalska félaginu.

„Það hefur ekkert verið ákveðið um framtíð mína hjá AC Milan en ég mun hitta Ancelotti og heyra hvað hann hefur að segja. Það var hann sem fékk mig til AC Milan á sínum tíma og gaf mér stóra tækifærið. Hann er frábær maður og ég skulda honum það að heyra hvað hann hefur að segja," segir Pato á blaðamannafundi í Brasilíu.

Fregnirnar hljóta að vera áfall fyrir AC Milan sem er nýbúið að selja Kaka á metfé og vill væntanlega gera allt til þess að halda hinum efnilega Pato áfram í herbúðum félagsins. Ekki liggur fyrir hvort að Pato sé með einhverja klausu eða eitthvað slíkt í samningi sínum við AC Milan sem myndi gera Chelsea kleift að kaupa upp samning hans en ef svo er þá væri, þá veit Ancelotti væntanlega allt um þau mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×