Enski boltinn

Verður Brown fyrstur til þess að fá sparkið?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Phil Brown.
Phil Brown. Nordic photos/AFP

Samkvæmt breska götublaðinu The People er knattspyrnustjórinn Phil Brown nú í mikilli hættu á að verða fyrsti knattspyrnustjórinn á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni til þess að fá sparkið.

Eftir 0-1 tapið gegn nýliðum Birmingham eru forráðamenn Hull nú sagðir vera að missa þolinmæðina en Hull hefur aðeins fengið fjögur stig úr fyrstu sex leikjum sínum í deildinni.

Brown þótti vinna mikið þrekvirki með því að halda Hull uppi í úrvalsdeildinni á síðusta tímabili en skjótt skipast veður í lofti. Það var reyndar frábærri byrjun á síðasta tímabili að þakka að Hull hélt sæti sínu í deildinni því liðið hefur aðeins unnið tvo úrvalsdeildarleiki á árinu 2009.

Alan Curbishley og Gordon Strachan eru nefdir til sögunnar sem líklegir arftakar fari svo að Brown verði rekinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×