Hundrað dagar í hallærinu 19. ágúst 2009 04:00 Þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fengu ekki marga hveitibrauðsdaga eftir að ríkisstjórnin tók til valda. Stjórnin hefur þurft að takast á við fjölda erfiðra verkefna og ljóst er að enn fleiri slík eru fram undan.fréttablaðið/anton Hundrað dagar voru í gær liðnir frá því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum. Ólíklegt er að nokkur stjórn hér á landi hafi þurft að takast á við jafn krefjandi verkefni; endurreisn peningakerfis og uppbyggingu samfélags í efnahagslegu hallæri. Stjórnin setti sjálfri sér strax virkt aðhald með því að birta 100 daga verkefnaskrá. Ekki hefur tekist að ljúka öllum verkefnum á skránni. Ríkisstjórnin tók við völdum 10. maí í Norræna húsinu. Staðsetningin var engin tilviljun, enda rík áhersla á að verið væri að stofna norræna velferðarstjórn. Sömu flokkar sátu áður í minnihlutastjórn, en varla er hægt að segja að þar hafi verið gerður eiginlegur stjórnarsáttmáli, frekar verkefnaskrá. Sáttmálinn sem kynntur var í Norræna húsinu sló því tóninn um hvert vinstriflokkarnir ætluðu að stefna í stjórn landsins.Viðamikil verkefniÞegar ríkisstjórnin var mynduð var tilkynnt að meginverkefni hennar á sviði efnahagsmála væru að ná aftur jafnvægi á rekstri ríkissjóðs og endurreisa fjármálakerfið. Þá skyldi ná þjóðarsátt um lykilmarkmið og viðamiklar efnahagsráðstafanir, auk þess að ná sátt við nágrannalönd eftir hrun fjármálakerfisins. Óhætt er að segja að það síðastnefnda hafi verið nokkuð snúið verkefni og í raun sér ekki fyrir endann á því. Icesave-samningarnir tóku lengri tíma en ríkisstjórnin ætlaði í fyrstu og eru í raun ekki enn frágengnir. Þingið á eftir að samþykkja frumvarp um samningana og enn er óvíst hvernig viðsemjendur taka þeim fyrirvörum sem ljóst er að settir verða. Ríkisstjórnin gaf það út í gær að hún hefði komið 42 af 48 verkefnum á 100 daga listanum til framkvæmda. Rétt er að geta þess að ekki eru allir sammála þessari túlkun. Á heimasíðunni fact.is er talið að enn sé tíu verkefnum ólokið. Þar greinir menn á um hve langt sé komið í endurfjármögnum banka og ýmis fleiri atriði. Af þeim verkefnum sem ríkisstjórnin viðurkennir að séu á eftir áætlun tengist eitt Icesave-deilunni; önnur endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hvað hin verkefnin varðar hafa tímasetningar einfaldlega ekki staðist, eða ákveðið hefur verið að fara aðrar leiðir. Hrikt í stjórnarstoðumÓhætt er að segja að reynt hafi á samheldni ríkisstjórnarinnar í tveimur stórum málum í sumar; aðildarumsókn að Evrópusambandinu og ríkisábyrgð vegna Icesave. Í bæði skiptin náði ágreiningurinn inn að ríkisstjórnarborðinu og um tíma var ekki útséð um hvort stjórnin lifði. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greiddi atkvæði gegn ESB-umsókninni. Í stjórnarsáttmálanum segir: „Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.“ Þrátt fyrir þetta má fullyrða að sú staðreynd að ráðherra í ríkisstjórninni greiddi atkvæði gegn frumvarpi utanríkisráðherra hafi farið illa í Samfylkinguna. Hún skók stoðir samstarfsins en þær stóðu þó styrkar eftir. Icesave-málið var erfiðara og um tíma leit út fyrir að stjórnin spryngi á því. Átökin voru á milli flokka og innan Vinstri grænna og leiddi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra andstöðu nokkurra þingmanna Vinstri grænna. Raunar er ekki enn útséð um hvernig málið fer á þingi, þó að mikið megi breytast til að það njóti ekki meirihlutastuðnings. Hvað sem orðum forystumanna Vinstri grænna líður er ljóst að þrefið reyndi á samstarf þeirra. Þá mun mörgum Samfylkingarmanninum hafa brugðið við þá staðreynd að enn einu sinni væri hörðustu andstöðuna við ríkisstjórnina að finna hjá ráðherrum samstarfsflokksins. Samið um stöðugleikaMeðal þeirra áfanga sem ríkisstjórnin hefur náð eru samningar á vinnumarkaði; stöðugleikasáttmálinn. Í honum er sett hámark á halla ríkissjóðs og verðbólgu og viðmið á launahækkanir. Þá er kveðið á um hvernig vinna skuli á fjárlagahallanum; árin 2009 til 2011 verði skattar ekki meira en 45 prósent af þeim aðgerðum sem gripið er til. Hinu sé náð með niðurskurði. GagnrýniRíkisstjórnin hefur ekki farið varhluta af gagnrýni þessa 100 daga. Sumum hefur þótt nóg um spunann sem glitti í við myndun hennar. Þannig hafi það lítt hitt í mark að þrátyggja að um norræna velferðarstjórn væri að ræða og það að halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn á Akureyri hafi verið misheppnað fjölmiðlabragð. Þá hafa margir gagnrýnt að stjórnin hafi einblínt á bankakerfið og atvinnulífið, en sú „skjaldborg um heimilin“ sem lofað var að slá upp sé orðin tóm. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir „opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum“. Það er því að sönnu kaldhæðnislegt að helsta umkvörtunarefni stjórnarandstæðinga undanfarið hefur verið að fá ekki nægan aðgang að gögnum um mikilvæg mál. Að sönnu hafa stjórnarliðar borið þær ásakanir af sér, en það hefur ekki slegið á gagnrýnina. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Hundrað dagar voru í gær liðnir frá því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum. Ólíklegt er að nokkur stjórn hér á landi hafi þurft að takast á við jafn krefjandi verkefni; endurreisn peningakerfis og uppbyggingu samfélags í efnahagslegu hallæri. Stjórnin setti sjálfri sér strax virkt aðhald með því að birta 100 daga verkefnaskrá. Ekki hefur tekist að ljúka öllum verkefnum á skránni. Ríkisstjórnin tók við völdum 10. maí í Norræna húsinu. Staðsetningin var engin tilviljun, enda rík áhersla á að verið væri að stofna norræna velferðarstjórn. Sömu flokkar sátu áður í minnihlutastjórn, en varla er hægt að segja að þar hafi verið gerður eiginlegur stjórnarsáttmáli, frekar verkefnaskrá. Sáttmálinn sem kynntur var í Norræna húsinu sló því tóninn um hvert vinstriflokkarnir ætluðu að stefna í stjórn landsins.Viðamikil verkefniÞegar ríkisstjórnin var mynduð var tilkynnt að meginverkefni hennar á sviði efnahagsmála væru að ná aftur jafnvægi á rekstri ríkissjóðs og endurreisa fjármálakerfið. Þá skyldi ná þjóðarsátt um lykilmarkmið og viðamiklar efnahagsráðstafanir, auk þess að ná sátt við nágrannalönd eftir hrun fjármálakerfisins. Óhætt er að segja að það síðastnefnda hafi verið nokkuð snúið verkefni og í raun sér ekki fyrir endann á því. Icesave-samningarnir tóku lengri tíma en ríkisstjórnin ætlaði í fyrstu og eru í raun ekki enn frágengnir. Þingið á eftir að samþykkja frumvarp um samningana og enn er óvíst hvernig viðsemjendur taka þeim fyrirvörum sem ljóst er að settir verða. Ríkisstjórnin gaf það út í gær að hún hefði komið 42 af 48 verkefnum á 100 daga listanum til framkvæmda. Rétt er að geta þess að ekki eru allir sammála þessari túlkun. Á heimasíðunni fact.is er talið að enn sé tíu verkefnum ólokið. Þar greinir menn á um hve langt sé komið í endurfjármögnum banka og ýmis fleiri atriði. Af þeim verkefnum sem ríkisstjórnin viðurkennir að séu á eftir áætlun tengist eitt Icesave-deilunni; önnur endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hvað hin verkefnin varðar hafa tímasetningar einfaldlega ekki staðist, eða ákveðið hefur verið að fara aðrar leiðir. Hrikt í stjórnarstoðumÓhætt er að segja að reynt hafi á samheldni ríkisstjórnarinnar í tveimur stórum málum í sumar; aðildarumsókn að Evrópusambandinu og ríkisábyrgð vegna Icesave. Í bæði skiptin náði ágreiningurinn inn að ríkisstjórnarborðinu og um tíma var ekki útséð um hvort stjórnin lifði. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greiddi atkvæði gegn ESB-umsókninni. Í stjórnarsáttmálanum segir: „Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.“ Þrátt fyrir þetta má fullyrða að sú staðreynd að ráðherra í ríkisstjórninni greiddi atkvæði gegn frumvarpi utanríkisráðherra hafi farið illa í Samfylkinguna. Hún skók stoðir samstarfsins en þær stóðu þó styrkar eftir. Icesave-málið var erfiðara og um tíma leit út fyrir að stjórnin spryngi á því. Átökin voru á milli flokka og innan Vinstri grænna og leiddi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra andstöðu nokkurra þingmanna Vinstri grænna. Raunar er ekki enn útséð um hvernig málið fer á þingi, þó að mikið megi breytast til að það njóti ekki meirihlutastuðnings. Hvað sem orðum forystumanna Vinstri grænna líður er ljóst að þrefið reyndi á samstarf þeirra. Þá mun mörgum Samfylkingarmanninum hafa brugðið við þá staðreynd að enn einu sinni væri hörðustu andstöðuna við ríkisstjórnina að finna hjá ráðherrum samstarfsflokksins. Samið um stöðugleikaMeðal þeirra áfanga sem ríkisstjórnin hefur náð eru samningar á vinnumarkaði; stöðugleikasáttmálinn. Í honum er sett hámark á halla ríkissjóðs og verðbólgu og viðmið á launahækkanir. Þá er kveðið á um hvernig vinna skuli á fjárlagahallanum; árin 2009 til 2011 verði skattar ekki meira en 45 prósent af þeim aðgerðum sem gripið er til. Hinu sé náð með niðurskurði. GagnrýniRíkisstjórnin hefur ekki farið varhluta af gagnrýni þessa 100 daga. Sumum hefur þótt nóg um spunann sem glitti í við myndun hennar. Þannig hafi það lítt hitt í mark að þrátyggja að um norræna velferðarstjórn væri að ræða og það að halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn á Akureyri hafi verið misheppnað fjölmiðlabragð. Þá hafa margir gagnrýnt að stjórnin hafi einblínt á bankakerfið og atvinnulífið, en sú „skjaldborg um heimilin“ sem lofað var að slá upp sé orðin tóm. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir „opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum“. Það er því að sönnu kaldhæðnislegt að helsta umkvörtunarefni stjórnarandstæðinga undanfarið hefur verið að fá ekki nægan aðgang að gögnum um mikilvæg mál. Að sönnu hafa stjórnarliðar borið þær ásakanir af sér, en það hefur ekki slegið á gagnrýnina.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira