Enski boltinn

Eigandi Newcastle biðst afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mike Ashley.
Mike Ashley. Nordic Photos/Getty Images

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur beðið stuðningsmenn félagsins á því að félagið hafi fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Sextán ára veru félagsins í deild þeirra bestu lauk um helgina.

„Það hefur verið hræðilegt fyrir okkur öll að fylgjast með liðinu okkar fara niður. Ég tek fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hafa verið og biðst afsökunar á þeim," segir í yfirlýsingu frá Ashley á heimasíðu félagsins.

„Ég vil biðja okkar frábæru stuðningsmenn sem hvetja liðið áfram á heimavelli sem og útivelli afsökunar. Þeir hafa verið stórkostlegir," sagði Ashley enn fremur.

Ashley segir að besta ákvörðun hans hafi verið að fá Alan Shearer til þess að starfa fyrir félagið og hann er þessa dagana í viðræðum við Shearer um að hann haldi áfram að stýra liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×