Enski boltinn

Rossi áhugasamur um að snúa aftur í enska boltann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Giuseppe Rossi.
Giuseppe Rossi. Nordic photos/Getty images

Framherjinn Giuseppe Rossi hjá Villarreal hefur viðurkennt að hann hafi fullan hug á því að snúa aftur í enska boltann einn dag og segir reyndar að hann viti af áhuga á sér þaðan.

„Ég er með góð sambönd á Englandi og það er alltaf möguleiki fyrir hendi að ég fari aftur þangað einn dag. Það eru vissulega tækifæri fyrir mig þar," segir hinn 22 ára gamli landsliðsmaður Ítalíu.

Rossi lék með Manchester United og á lánssamningi hjá Newcastle og Parma áður en hann fór í spænska boltann árið 2007 þegar Villarreal boraði 6,6 milljónir punda fyrir framherjann.

Rossi hefur blómstrað í La Liga og hefur skorað 23 mörk í 57 leikjum fyrir spænska félagið en talið er að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafi ekki viljað selja Rossi á sínum tíma nema að Englandsmeistararnir myndu fá forkaupsrétt á honum ef Villarreal hefði hug á því að selja hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×