Búast við sögulegum kosningum 25. apríl 2009 08:00 Landsmenn ganga að kjörborðinu í dag. Stjórnmálafræðingar segja að spennandi verði að sjá hvort stjórnin nái meirihluta.. Gunnar Helgi Kristinsson segir spennuþættina vera nokkra í kosningunum. Spurning sé hve fylgistapið verði mikið hjá Sjálfstæðisflokknum. „Hann hefur verið að rúlla í kringum 23 prósent í könnunum sem þýðir að þá er rúmlega þriðjungur af fylgi hans farinn. Annars vita menn ekki hvort mælingar á flokknum eru réttar. Ákveðinni aðferðafræði er beitt við kannanir sem hefur yfirleitt skilað könnunum sem eru tiltölulega nálægt úrslitum. En það er spurning hvort þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hafi áhrif á þetta." Gunnar segir að þótt stjórnin virðist hafa meirihluta sé það ekki öruggt. „Annar spennuþáttur er hvort stjórnin nær meirihluta, því menn gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Það er ekki oft sem Íslendingar eiga þess kost að kjósa stjórn. Hún hefur verið að flökta frá um 52 og yfir 60 prósent og það er spurning hvort hún heldur því. Það bendir allt til þess, en maður veit það ekki fyrr en á reynir." Borgarahreyfingin er nýtt framboð og Gunnar Helgi segir ferska vinda fylgja henni, hún hafi ekki stefnu í öllum málum, leggi áherslu á frelsi frambjóðenda og andúð við flokksræði. Yfirgnæfandi líkur séu á að hún nái inn manni. Gunnar segir að Frjálslyndir virðist týndir og tröllum gefnir og komist ekki inn á þing. „Hvað Framsókn varðar þá hafa þeir dólað í þetta 11 til 12 prósentum og það er líklegt að hún muni ná því. Flokkurinn hefur hins vegar stundum verið vanmetinn í könnunum." Einar Mar Þórðarson segir útlit fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks verði í sögulegu lágmarki. Hann gæti lyft sér eitthvað frá könnunum, en ólíklegt sé að það verði verulegt. Spurning sé hvort einhverjir sem sagst hafa ætlað að skila auðu skili sér í heimahagann. „Reynslan sýnir þó að kannanir sem birtast nokkra daga fyrir kosningar fara mjög nærri útkomunni." Einar segir merkilegt í stjórnmálasögulegu tilliti að menn gangi nánast bundnir til kosninga. „Ef úrslit verða í takt við kannanir undanfarna daga og vikur þá koma vinstri flokkarnir til með að hafa hreinan meirihluta í fyrsta skipti síðan fjórflokkurinn varð til." Einar telur að Framsóknarflokkurinn verði á svipuðu róli og kannanir sýna og Frjálslyndir komi ekki manni að. kolbeinn@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson segir spennuþættina vera nokkra í kosningunum. Spurning sé hve fylgistapið verði mikið hjá Sjálfstæðisflokknum. „Hann hefur verið að rúlla í kringum 23 prósent í könnunum sem þýðir að þá er rúmlega þriðjungur af fylgi hans farinn. Annars vita menn ekki hvort mælingar á flokknum eru réttar. Ákveðinni aðferðafræði er beitt við kannanir sem hefur yfirleitt skilað könnunum sem eru tiltölulega nálægt úrslitum. En það er spurning hvort þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hafi áhrif á þetta." Gunnar segir að þótt stjórnin virðist hafa meirihluta sé það ekki öruggt. „Annar spennuþáttur er hvort stjórnin nær meirihluta, því menn gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Það er ekki oft sem Íslendingar eiga þess kost að kjósa stjórn. Hún hefur verið að flökta frá um 52 og yfir 60 prósent og það er spurning hvort hún heldur því. Það bendir allt til þess, en maður veit það ekki fyrr en á reynir." Borgarahreyfingin er nýtt framboð og Gunnar Helgi segir ferska vinda fylgja henni, hún hafi ekki stefnu í öllum málum, leggi áherslu á frelsi frambjóðenda og andúð við flokksræði. Yfirgnæfandi líkur séu á að hún nái inn manni. Gunnar segir að Frjálslyndir virðist týndir og tröllum gefnir og komist ekki inn á þing. „Hvað Framsókn varðar þá hafa þeir dólað í þetta 11 til 12 prósentum og það er líklegt að hún muni ná því. Flokkurinn hefur hins vegar stundum verið vanmetinn í könnunum." Einar Mar Þórðarson segir útlit fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks verði í sögulegu lágmarki. Hann gæti lyft sér eitthvað frá könnunum, en ólíklegt sé að það verði verulegt. Spurning sé hvort einhverjir sem sagst hafa ætlað að skila auðu skili sér í heimahagann. „Reynslan sýnir þó að kannanir sem birtast nokkra daga fyrir kosningar fara mjög nærri útkomunni." Einar segir merkilegt í stjórnmálasögulegu tilliti að menn gangi nánast bundnir til kosninga. „Ef úrslit verða í takt við kannanir undanfarna daga og vikur þá koma vinstri flokkarnir til með að hafa hreinan meirihluta í fyrsta skipti síðan fjórflokkurinn varð til." Einar telur að Framsóknarflokkurinn verði á svipuðu róli og kannanir sýna og Frjálslyndir komi ekki manni að. kolbeinn@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira