Einar K. Guðfinnsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra vermir fyrsta sætið í hörðum prófkjörsslag í Norðvesturkjördæmi en meirihluti atkvæð hefur verið talinn, eða alls 2400 atkvæði.
Það eru ekki nema átta atkvæði sem skilja Einar og Ásbjörn Óttarsson að samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Mikil spenna hefur ríkt vegna prófkjörsins en alls kusu 2700 manns af þem fjögur þúsund sem voru á kjörskrá.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir komst óvænt í þriðja sætið þegar talning var langt kominn.
Röð frambjóðanda skiptist svona:
1. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður, Bolungarvík.
2. Ásbjörn Óttarsson, Snæfellsbæ.
3. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
4 Birna Lárusdóttir, Ísafirði.
5. Bergþór Ólason, Akranesi.
6. Sigurður Örn Ágústsson
Talning stendur hinsvegar enn yfir.