Enski boltinn

Þetta er bara smá misskilningur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/Getty

Ummæli Cesc Fabregas í gær um getuleysi Arsenal settu af stað enn eina umræðuna um að hann væri á förum frá félaginu. Sjálfur er hann pirraður á þeirri umræðu og segir hana vera misskilningi byggða.

„Ef það er einhver sem efast enn um stöðu mína þá vil ég taka eftirfarandi fram enn eina ferðina svo þetta mál fáist í hreint í eitt skipti fyrir öll. Mín framtíð er hjá þessu frábæra félagi sem ég spila með. Ég er algjörlega skuldbundinn Arsenal," sagði Fabregas pirraður.

Fabregas segir það vera óþolandi að þurfa stanslaust að segja sama hlutann. Hann segir að undantekningalaust snúi bresku blöðin orðum hans í viðtölum við spænska fjölmiðla á hvolf svo það skapist efi um framtíð hans hjá Arsenal.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×