Enski boltinn

Malouda: Höfum lært af mistökunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Franski vængmaðurinn Florent Malouda hjá Chelsea hefur engar áhyggjur af því að Chelsea muni missa dampinn þó svo liðið hafi ekki unnið síðustu fjóra leiki.

Chelsea gaf eftir leiktíðina 2008-09 og Luiz Felipe Scolari galt fyrir það með starfi sínu. Malouda segir að Chelsea muni ekki gera sömu mistök.

„Ef maður gerir mistök þá verður maður að læra af þeim. Það erum við að reyna. Þess vegna munum við bregðast við þessum mótbyr á réttan hátt," sagði Malouda.

„Við höfum engar áhyggjur því við erum reynt lið. Við byrjuðum tímabilið í meistaraformi og við vissum að það myndi koma að því að við töpuðum einhverjum stigum. Við vitum að frammistaðan í síðustu leikjum er ekki nógu góð. Við verðum samt að halda í sjálfstraustið og bregðast rétt við."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×