Enski boltinn

Glen Johnson búinn að semja við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glen Johnson fagnar enska bikarmeistaratitilinum í fyrra með Hermanni Hreiðarssyni.
Glen Johnson fagnar enska bikarmeistaratitilinum í fyrra með Hermanni Hreiðarssyni. Nordic Photos / AFP

Glen Johnson undirritaði í dag fjögurra ára samning við Liverpool sem keypti hann frá Portsmouth nú á dögunum.

Þetta eru fyrstu stórkaup sumarsins hjá Liverpool en Johnson hefur á sínum ferli leikið með West Ham, Millwall, Chelsea og nú síðast Portsmouth.

„Við viljum fyrst og fremst fá góða leikmenn til félagsins en hann er einnig enskur sem er mikilvægt fyrir þátttöku okkar í Meistaradeildinni," sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool, í viðtali á heimasíðu félagsins í dag.

„Við viljum styrkja liðið og það er einmitt það sem Glen Johnson mun gera. Hann var mikilvægur leikmaður hjá Chelsea og síðar Portsmouth en hann bætti sig mikið á síðasta tímabili. Hann er sannkallaður sigurvegari og vill bæta sig enn frekar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×