Ósáttir við gagnrýni Hollywood Reporter 16. september 2009 06:00 Gagnrýnandi Hollywood Reporter er ekki hrifið af The Good Heart eftir Dag Kára. Myndin hefur fengið misjafnar viðtökur gagnrýnenda eftir frumsýningu á kvikmyndahátíðinni í Toronto. „Það er eitthvað mikið að hjá þessum manni, það er einfaldlega ekki hægt að hata þessa mynd svona mikið. Þetta er létt og skemmtileg mynd og þessi dómur er algjörlega úr takti við allt raunveruleikaskyn,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, einn af framleiðendum The Good Heart eftir Dag Kára Pétursson. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrir fullum sal á föstudaginn þar sem áhorfendur klöppuðu henni lof í lófa. Jákvæðir dómar hafa birst á netinu, meðal annars á vefsíðunni Twitch, sem nýtur mikilla vinsælda meðal áhugafólks um sjálfstæða kvikmyndagerð, og veftímaritinu Varsity, þar sem myndinni er hrósað fyrir frumleika og trúverðugleika. Gagnrýnandinn Kirk Honeycutt hjá tímaritinu Hollywood Reporter fer hins vegar ekki fögrum orðum um íslensku myndina sem skartar þeim Brian Cox og Paul Dano í aðalhlutverkum. Honum þykir hún of fyrirsjáanleg og að leikararnir þrír reyni og reyni að láta myndina öðlast líf en hafi ekki erindi sem erfiði. „Að sjálfsögðu þurfa ekki allir að elska myndina, en það að hún skuli hafa farið svona rosalega í taugarnar á manninum er mér fyrirmunað að skilja.“ Dagur Kári Pétursson Kirk Honeycutt virðist reyndar ekkert sérstaklega vel við íslenskar myndir sem sýndar eru í Norður-Ameríku. Hann skrifaði ansi neikvæðan dóm um kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, fyrir þremur árum þegar hún var sýnd á Sundance-hátíðinni. Þórir viðurkennir að hann sé gáttaður á þessari framgöngu gagnrýnandans. Þeir bíði hins vegar eftir úrskurði Screen Daily og Variety sem þykja með þeim virtustu í þessum bransa. „Og svo maður vitni bara í meistara Woody Allen: Ef mér tekst að láta einni manneskju líða illa yfir myndinni minni, þá líður mér vel.“ Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Það er eitthvað mikið að hjá þessum manni, það er einfaldlega ekki hægt að hata þessa mynd svona mikið. Þetta er létt og skemmtileg mynd og þessi dómur er algjörlega úr takti við allt raunveruleikaskyn,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, einn af framleiðendum The Good Heart eftir Dag Kára Pétursson. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrir fullum sal á föstudaginn þar sem áhorfendur klöppuðu henni lof í lófa. Jákvæðir dómar hafa birst á netinu, meðal annars á vefsíðunni Twitch, sem nýtur mikilla vinsælda meðal áhugafólks um sjálfstæða kvikmyndagerð, og veftímaritinu Varsity, þar sem myndinni er hrósað fyrir frumleika og trúverðugleika. Gagnrýnandinn Kirk Honeycutt hjá tímaritinu Hollywood Reporter fer hins vegar ekki fögrum orðum um íslensku myndina sem skartar þeim Brian Cox og Paul Dano í aðalhlutverkum. Honum þykir hún of fyrirsjáanleg og að leikararnir þrír reyni og reyni að láta myndina öðlast líf en hafi ekki erindi sem erfiði. „Að sjálfsögðu þurfa ekki allir að elska myndina, en það að hún skuli hafa farið svona rosalega í taugarnar á manninum er mér fyrirmunað að skilja.“ Dagur Kári Pétursson Kirk Honeycutt virðist reyndar ekkert sérstaklega vel við íslenskar myndir sem sýndar eru í Norður-Ameríku. Hann skrifaði ansi neikvæðan dóm um kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, fyrir þremur árum þegar hún var sýnd á Sundance-hátíðinni. Þórir viðurkennir að hann sé gáttaður á þessari framgöngu gagnrýnandans. Þeir bíði hins vegar eftir úrskurði Screen Daily og Variety sem þykja með þeim virtustu í þessum bransa. „Og svo maður vitni bara í meistara Woody Allen: Ef mér tekst að láta einni manneskju líða illa yfir myndinni minni, þá líður mér vel.“
Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira