Enski boltinn

Vermaelen á leiðinni til Arsenal

Ómar Þorgeirsson skrifar
Thomas Vermaelen.
Thomas Vermaelen. Nordicphotos/Gettyimages

Varnarmaðurinn Thomas Vermaelen hjá Ajax er á leiðinni til Arsenal en leikmaðurinn staðfesti fregnirnar sjálfur í samtali við hollenska dagblaðið Algemeen Dagblad.

„Þetta er rétti tíminn fyrir mig að fara og rétti klúbburinn til þess að fara til. Ég er sannfærður um að við náum samkomulagi við Arsenal á næstu dögum," segir Vermaelen.

Talið er að Arsenal verði að reiða fram 11 milljónir punda fyrir leikmanninn en ekki eru þó allir á eitt sáttir um að Belginn sé rétti maðurinn fyrir Arsenal og Tony Adams, fyrrum varnarmaður og fyrirliði Arsenal, er einn af þeim efasemdarmönnum.

„Thomas er mjög góður leikmaður en ég held að hann sé ekki tilbúinn fyrir Arsenal. Hann er líka of lágvaxinn. Ég hef verið að fylgjast með hollensku deildinni og hún er mjög léleg og það eru bara einn eða tveir leikmenn sem standa upp úr," segir Adams í viðtali við Daily Mirror.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×