Enski boltinn

West Ham komið úr fallsæti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hines og félagar fagna sigurmarkinu í kvöld.
Hines og félagar fagna sigurmarkinu í kvöld.

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Aston Villa sótti lið West Ham heim á Upton Park.

West Ham í fallsæti fyrir leikinn og þurfti nauðsynlega þrjú stig.

Mark Noble kom West Ham yfir úr umdeildri vítaspyrnu á 45. mínútu. Ashley Young jafnaði leikinn um miðjan síðari hálfleik.

Það var síðan Zavon Hines sem tryggði West Ham öll stigin með marki á lokamínútu leiksins.

West Ham komið upp í sextánda sætið en Villa í því sjöunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×