Enski boltinn

Mikilvægur sigur hjá Guðjóni og félögum

NordicPhotos/GettyImages

Crewe Alexandra, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku C-deildinni, vann í dag gríðarlega þýðingarmikinn 3-1 sigur á Huddersfield.

Stigin þrjú eru Crewe ansi dýrmæt í botnslagnum, en þar á liðið enn mikla vinnu fyrir höndum fram á vorið.

Crewe lyfti sér upp fyrir Hereford með sigrinum og hefur nú 28 stig í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Staðan í botnslagnum í C-deildinni:

18. Northampton 33

19. Swindon 33

20. Leyton Orient 33

--------------------------

21. Brighton 31

22. Crewe 28

23. Hereford 27

24. Cheltenham 21










Fleiri fréttir

Sjá meira


×