Enski boltinn

Vidic missir af byrjun tímabilsins - meiddur á kálfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nemanja Vidic í úrslitaleiknum á móti Barcelona í Meistaradeildinni.
Nemanja Vidic í úrslitaleiknum á móti Barcelona í Meistaradeildinni. Mynd/AFP

Serbneski miðvörðurinn Nemanja Vidic verður ekki með ensku meisturunum í Manchester United í byrjun tímabilsins vegna meiðsla á kálfa. Þessi meiðsli hafa haldið honum utan vallar allt undirbúningstímabilið og nú er ljóst að hann missir einnig af fyrstu tveimur vikum tímabilsins.

Nemanja Vidic mun því ekki vera með á móti Chelsea í leiknum um góðgerðaskjöldinn á sunnudaginn eða á móti Birmingham City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar viku síðar.

Meiðsli Vidic eru ekki einu vandræðin á varnarmönnum United. Wes Brown og Gary Neville eru báðir meiddir og þá mun markvörðurinn Edwin van der Sar ekki spila næstu átta vikurnar. Allir aðrir leikmenn liðsins eru aftur á móti klárir í slaginn fyrir leikinn á móti Chelsea á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×