Lífið

Stefán Karl tekur við af Christopher Lloyd

Stefán Karl Stefánsson mun leika Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum í söngleik sem settur verður upp í Los Angeles.

Til stóð að enginn annar en Christopher Lloyd myndi leika Trölla en hann hefur nú hætt við hlutverkið vegna veikinda í fjölskyldu sinni. Stefán mun því leika Trölla, en hann hefur farið með hlutverkið áður í söngleiknum þegar hann var settur upp í Boston og Baltimore.

Lloyd er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn léttgeggjað prófessor í kvikmyndunum, Back to the future.

Stefán er reyndar ekki ókunnur leikhópnum sem nú setur upp sýninguna, en hún verður frumsýnd þann 10.nóvember.

Í viðtali við Fréttablaðið fyrir skömmu sagðist Stefán vera hálfgerð varaskeifa fyrir Lloyd, þar sem hann myndi hlaupa undir bagga þegar sá gamli þreyttist.

Nú er það hinsvegar ljóst að Stefán mun alfarið sjá um túlkun Trölla í verkinu.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.