Enski boltinn

West Ham sagt hafa áhuga á Fortune

Ómar Þorgeirsson skrifar
Marc-Antoine Fortune í leik með WBA.
Marc-Antoine Fortune í leik með WBA. Nordic photos/AFP

Búist var við því að framherjinn Marc-Antoine Fortune, liðsfélagi Veigars Páls Gunnarssonar hjá Nancy, myndi ganga frá samningi við Hull eftir að félögin tvö náðu samkomulagi um kaupverð.

En samkvæmt breskum fjölmiðlum í dag hafa West Ham og Celtic nú blandað sér í málin og Phil Brown, knattspyrnustjóri Hull, segist ekki vita hvort að af kaupunum verði.

„Leikmaðurinn er með samningstilboð frá okkur í höndunum og hefur í grunninn samþykkt það en ekkert hefur gengið í þessum málum síðustu tvo dagana. Við vitum að Celtic hefur einnig boðið honum samning en vitum ekki hvar West Ham stendur í þessu máli. Þetta hlýtur að ráðast fljótlega," segir Brown.

Hinn 27 ára gamli Fortune þótti standa sig ágætlega í láni hjá WBA í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og skoraði þá 5 mörk í 17 leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×