Enski boltinn

Boro ekki á eftir Phil Neville

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Phil Neville.
Phil Neville.

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, segir það ekki vera rétt að Boro hafi boðið Phil Neville þjálfarastöðu hjá félaginu.

Southgate segist bera mikla virðingu fyrir Neville en segir ekki vera eitt sannleikskorn í þessari frétt.

„Eina skiptið sem ég hef rætt við Phil er þegar við vorum saman á hóteli í fríi," sagði Southgate.

„Ég væri vel til í að hafa öflugan mann eins og hann í okkar röðum. Ég geri samt ráð fyrir að hann sé lykilmaður í áætlunum Dvid Moyes hjá Everton. Hann var fyrirliði þeirra í bikarúrslitunum og mér myndi aldrei detta í hug að bjóða honum eitthvað eins og staðan er í dag," sagði Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×