Enski boltinn

Kieran Gibbs verður frá í þrjá mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kieran Gibbs er enskur 21 árs landsliðsmaður.
Kieran Gibbs er enskur 21 árs landsliðsmaður. Mynd/
Arsene Wenger, stjóri Arsenal hefur staðfest það að Kieran Gibbs verði frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í lok leik liðsins á móti Standard Liege í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Wenger var mjög ósáttur með Eliaquim Mangala, leikmann Standard Liege, sem tæklaði Kieran Gibbs með þessum afleiðingum.

Fjarvera Gibbs og bakmeiðsli Gael Clichy þýða að Armand Traore gæti verið í vinstri bakvarðarstöðunni á móti Chelsea á sunnudaginn. Wenger gæti þó einnig notað Mikael Silvestre í þessari stöðu eða jafnvel Thomas Vermaelen eða Bacary Sagna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×