Enski boltinn

Ryan Babel vill ekki fara frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hollenski framherjinn Ryan Babel hjá Liverpool.
Hollenski framherjinn Ryan Babel hjá Liverpool. Mynd/AFP

Hollenski framherjinn Ryan Babel vill ekki fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool þrátt fyrir að stjórinn Rafa Benitez hafi gefið það út að hann sé tilbúinn að selja hann.

Erlendu fjölmiðlarnir skrifuðu um það í gær að Babel væri annaðhvort á leiðinni til Spánar eða Ítalíu en þá er Tottenham líka sagt hafa áhuga á að krækja í þennan 22 ára landsliðsmann.

Umboðsmaður Babel sagði hollenska blaðinu Sportwereld að Babel hefði farið til Liverpool frá Ajax til þess að vinna titla og að það hafi ekki enn tekist.

„Ryan vill fara frá Liverpool sem byrjunarliðsmaður og með gullverðlaun í vasanum. Hann er ekki tilbúinn að fara," sagði Winnie Haatrecht, umboðsmaður Ryans Babel.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×