Innlent

Spíttverksmiðjumálið til ríkissaksóknara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fíkniefnaverksmiðjan var starfrækt í þessu húsnæði. Mynd/ Valgarður.
Fíkniefnaverksmiðjan var starfrækt í þessu húsnæði. Mynd/ Valgarður.
Rannsókn lögreglunnar á umfangsmikilli amfetamínframleiðslu sem var starfrækt í iðnaðarhúsi við Rauðhellu í Hafnarfirði er lokið. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið verði sent til ríkissaksóknara öðru hvoru megin við helgina. Saksóknari mun svo taka ákvörðun um það hvort ákært verður í málinu.

Það var 16 október síðastliðinn sem verksmiðjunni var lokað og fjórir menn handteknir. Einn mannanna er Jónas Ingi Ragnarsson, kenndur við líkfundarmálið í Neskaupstað. Annar þeirra er rúmlega tvítugur piltur, Tindur Jónsson, efnafræðinemi sem hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir sveðjuárás á jafnaldra sinn í Garðabæ árið 2005. Hann var þá nítján ára gamall. Báðir voru þeir á skilorði.

Lögreglan hefur upplýst að hún telji að framleiðslugeta amfetamínverksmiðjunnar hafi verið umtalsverð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×