Enski boltinn

Real með tilboð í Xabi?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Xabi Alonso.
Xabi Alonso. Nordic Photos/Getty Images

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Real Madrid sé búið að hafa samband við Liverpool og vilji kaupa Xabi Alonso frá félaginu.

Nýr forseti Real, Florentino Perez, er mikill aðdáandi miðjumannsins sterka og er talinn vera klár með 20 milljónir punda sem hann vill nota til að kaupa Alonso.

Einhverjar heimildir herma að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, sé vel til í að selja Alonso en þá fyrir mun hærri upphæð og helst yfir 30 milljónir punda.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Alonso er orðaður við önnur lið síðustu misseri en sjálfur hefur hann ekki látið annað í ljós en að hann vilji vera áfram í herbúðum rauða hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×