Enski boltinn

Hull enn að leita að framherja - Zamora næsta skotmarkið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bobby Zamora í leik með Fulham.
Bobby Zamora í leik með Fulham. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Hull hefur ekki gefist upp á að fá til sín nýjan framherja í sumar en Bobby Zamora hjá Fulham er nú efstur á óskalista félagsins.

Hull bíður reyndar enn eftir svörum frá Fraizer Campbell og Marc Antoine-Fortune eftir að hafa náð samkomulagi um kaupverð á leikmönnunum við Manchester United og Nancy.

Paul Duffen, stjórnarformaður Hull, staðfestir að félagið hafi einnig náð samkomulagi við Fulham út af Zamora.

„Við höfum náð samkomulagi við Fulham út af Zamora en það mun ekkert gerast í þeim málum nema Fulham kaupi sér fyrst annan framherja," segir Duffen.

Búist er við því að Marc Antoine-Fortune taki ákvörðun um framtíð sína á morgun en Portsmouth, West Ham og Celtic eru sögð hafa áhuga á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×