Enski boltinn

Grétar og Jói Kalli á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Enginn Íslendinganna er í byrjunarliðum sinna liða sem hófu leik í ensku úrvalsdeildinni núna klukkan 15.

Grétar Rafn Steinsson er á varamannabekk Bolton sem mætir Aston Villa á útivelli í dag.

Hið sama má segja um Jóhannes Karl Guðjónsson sem er á bekknum hjá Burnley en liðið mætir nú Manchester City á útivelli.

Þá er Hermann Hreiðarsson sem fyrr meiddur og því ekki með Portsmouth sem leikur gegn Blackburn á útivelli.

Kári Árnason er í byrjunarliði Plymouth en liðið mætir Doncaster á heimavelli í ensku B-deildinni.

Ívar Ingimarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru í byrjunarliði Reading gegn Ipswich og Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum.

Þá er Heiðar Helguson í byrjunarliði Watford sem leikur gegn Preston.

Margir leikir fara fram í 1. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Ármann Smári Björnsson er á bekknum hjá Hartlepool sem mætir utandeildarliði Kettering.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×