Enski boltinn

Blackburn fær miðvallarleikmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
N'Zonzi eftir undirskriftina í gær.
N'Zonzi eftir undirskriftina í gær. Mynd/Heimasíða Blackburn
Blackburn hefur gengið frá kaupum á sínum fjórða leikmanni í sumar en liðið fékk í gær franska miðvallarleikmanninn Steven N'Zonzi frá Amiens sem féll úr frönsku B-deildinni í vor.

N'Zonzi skrifaði undir fjögurra ára samning við Blackburn en hann er tvítugur að aldri. Kaupverðið var ekki uppgefið.

Hann á marga leiki að baki með yngri landsliðum Frakklands en lék þó ekki sinn fyrsta leik með aðalliði Amiens fyrr en í apríl í fyrra.

„Þetta verður mikil áskorun fyrir mig en ég er mjög ánægður með að vera kominn til félagsins," sagði hann. „Ég fylgdist vel með ensku úrvalsdeildinni í Frakklandi og hlakka til að hefja undirbúning fyrir nýja tímabilið og hitta liðsfélagana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×