Enski boltinn

Denilson: Wenger segir mér bara að skjóta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Denilson fagnar marki sínu í gær.
Denilson fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Denilson skoraði í gær glæsilegt mark í 2-0 sigri Arsenal á Standard Liege í Meistaradeild Evrópu með þrumuskoti utan teigs.

Denilson sagði við fjölmiðla eftir leikinn að hann hefði látið vaða þar sem að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, væri sífellt að segja honum að skjóta meira á markið.

„Ég er mjög stoltur af sjálfum mér enda alltaf gaman að skora," sagði hann eftir leikinn. „Ég reyni að skjóta eins mikið og ég get á æfingum og Wenger er sífellt að segja mér að skjóta."

„Það er gott fyrir sjálfstraustið að skora og ég er afar ánægður. Þetta var góður leikur hjá mér og liðinu öllu en við getum enn bætt okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×