Enski boltinn

Eigandi Man. Utd selur glæsivillu sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn United eru ekki par hrifnir af eiganda félagsins.
Stuðningsmenn United eru ekki par hrifnir af eiganda félagsins.

Bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer, eigandi Man. Utd, hefur selt glæsivillu sína á Palm Beach og ljóst að kreppan er eitthvað að bíta á honum eins og flestum.

Glazer seldi villu sína á 14,5 milljónir punda.

Þegar Glazer keypti United þá steypti hann félaginu í skuld upp á 690 milljónir punda. Hann hefur þess utan hækkað miðaverð á leiki United um 42 prósent.

Stuðningsmenn United kunna Glazer litlar þakkir fyrir en hann þykir einnig vera nískur á leikmannamarkaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×