Enski boltinn

Barton fær borgað háar upphæðir fyrir ímyndarrétt

Joey Barton.
Joey Barton. Nordic photos/Getty images

Newcastle United greiðir hinum umdeilda Joey Barton 675 þúsund pund, 142 milljónir króna á ári fyrir ímyndarrétt leikmannsins en þetta kemur fram í mjög athyglisverði grein í the Sunday telegraph í dag.

Barton er dæmdur afbrotamaður og hefur setið í fangelsi fyrir líkamsárás. Newcastle samdi við Barton sumarið 2007 en þá var verið að rannsaka líkamsárás hans á þáverandi liðsfélaga hjá manchester City, Ousmane Dabo. Fyrir árásina fékk Barton fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm.

Barton sat síðan í fangelsi í ellefu vikur fyrir enn eina líkamsárás að þessu sinni fyrir utan veitingastað í Liverpool borg. Þrátt fyrir þetta samdi Newcastle við Barton til ársins 2012 og er hann með hæsta ímyndarsamning hjá félaginu þrátt fyrir að vera með eina verstu ímynd knattspyrnumanns hugsanlega frá upphafi vega.

Er þetta enn eitt dæmið um handónýta stjórnun eigandans Mike Ashley en hann hefur sett félagið á brunaútsölu fyrir 100 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×