Enski boltinn

Ancelotti: Við getum bætt okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Carlo Ancelotti segir að Chelsea getur enn bætt sig en liðið vann góðan 3-0 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea er á toppi deildarinnar með fimm stiga forystu á Manchester United. Liðið hefur enn fremur unnið öll hin þrjú „stórlið" deildarinnar - United, Arsenal og Liverpool í haust.

„Það er eitthvað jákvætt við alla leiki og líka eitthvað neikvætt," sagði Ancelotti eftir leikinn. „Í dag vorum við frábærir í vörninni. Við hefðum þó getað gert betur í sókninni þar sem töpuðum boltanum nokkrum sinnum."

„Nú þurfum við að undirbúa okkur fyrir næsta leik, gegn Blackburn. Það hefst með æfingu á morgun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×