Enski boltinn

Alonso er ekki til sölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xabi Alonso í leik með Liverpool.
Xabi Alonso í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Xabi Alonso sé ekki til sölu en hann hefur verið orðaður við Real Madrid í heimalandi sínu.

Benitez virtist reiðubúinn að selja Alonso síðastliðið sumar til þess að hafa efni á því að kaupa Gareth Barry frá Aston Villa. Ekkert varð af þeim kaupum og var því Alonso um kyrrt.

„Þetta er mjög einfalt. Xabi á þrjú ár eftir af samningnum sínum og við viljum ekki selja hann," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×