Enski boltinn

Valencia ræður sinni framtíð sjálfur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Antonio Valencia.
Antonio Valencia. Nordic Photos/AFP

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, segir að Antonio Valencia muni eiga síðasta orðið um það hvar hann spilar fótbolta á næstu leiktíð.

Man. Utd og Real Madrid eru talin helst koma til greina hjá Ekvadoranum sterka.

„Við erum að bíða eftir að hann komi úr fríinu sínu. Við höfum fengið tilboð sem við sættum okkur við. Þau eru frá 14 til 18 milljónir punda en hvaða tilboði við tökum veit ég ekki núna," sagði Whelan.

„Ég get ekkert sagt að hann fari til Man. Utd því Valencia ræður þessu sjálfur og við munum hlusta á hvað hann hefur að segja. Við getum ekki sagt honum hvert hann eigi að fara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×