Enski boltinn

Wolves upp úr fallsæti eftir sigur gegn Fulham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Leikmenn Wolves höfðu ærna ástæðu til þess að fagna í dag.
Leikmenn Wolves höfðu ærna ástæðu til þess að fagna í dag. Nordic photos/AFP

Nýliðar Wolves unnu 2-1 sigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á Molineux-leikvanginum í dag en staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Wolves.

Kevin Doyle skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir heimamenn og David Edwards kom Wolves í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks.

Danny Murphy klóraði í bakkann með marki úr vítaspyrnu á 66. mínútu en nær komust Fulham ekki og sigur Wolves staðreynd.

Wolves klifruðu hressilega upp stigatöfluna með sigrinum því þeir hoppuðu úr átjánda sæti upp í tólfta sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×