Enski boltinn

Barmby áfram hjá Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nick Barmby, til hægri, í leik með Hull.
Nick Barmby, til hægri, í leik með Hull. Nordic Photos / Getty Images

Nick Barmby, leikmaður Hull, hefur skrifað undir eins árs samning við félagið en hann er 35 ára gamall.

Barmby hefur komið við sögu í 24 leikjum með Hull á tímabilinu og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til félagsins árið 2004 frá Leeds.

„Við höfum gengið frá því að ég verði hérna í eitt ár í viðbót. Ég er mjög ánægður með það. Bæði knattspyrnustjórinn og stjórnarformaðurinn hafa reynst mér mjög vel," sagði Barmby í samtali við enska fjölmiðla.

Hull er eitt þeirra fjögurra liða sem geta fallið úr ensku úrvalsdeildinni ásamt West Brom en það ræðst í lokaumferðinni á sunnudaginn hvaða lið falla um deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×