Ætlar að kæra lögreglu fyrir ofbeldi 21. janúar 2009 05:30 Grindverkið sem skilur að ganginn og garðinn Lögreglukonan horfir á myndatökumann og mótmælendur. „Ég hef hugsað mér að kæra þessa konu. Hún er ekki starfi sínu vaxin," segir Páll Hilmarsson ljósmyndari. „En ef hún er það, þá er eitthvað að verklagsreglum lögreglunnar." Páll stóð og tók myndir fyrir neðan grindverk í alþingisgarðinum. Hann segist hafa séð fjær sér hvar komi til orðaskipta milli lögreglu og mótmælenda í um þriggja metra fjarlægð, eftir að stúlka kastaði mold úr garðinum í átt að lögreglu. Ljóshærð lögreglukona hafi þá gengið tæpa tvo metra í burt frá grindverkinu og að veggnum. Hún hafi tekið upp táragasbrúsa og gengið orðlaust að grindverkinu aftur og sprautað yfir mótmælendur. Að því loknu hafi hún snúið aftur að veggnum og staldrað þar við. Þá gengið í suðurátt, að Páli og fyrirvaralaust sprautað á mann við hlið hans. Þvínæst hafi henni orðið litið á Pál og séð að hann væri að taka myndir. Hún hafi sprautað beint á Pál. „Hún gaf ekkert til kynna um hvað væri í vændum. Sagði ekki orð. Það er ekki hægt að segja að hún hafi verið að vernda hvorki sig, mig né aðra," segir Páll. Spurður um þetta, segist Stefán Eiríksson lögreglustjóri ekki geta svarað fyrir öll atvik dagsins, en vísar þeim sem telja lögreglu hafa gengið of langt á kæruleiðir. - kóþ 2. Gas gas gas Konan sprautar á myndatökumanninn og hópinn nálægt honum. 3. Sprautað öðru sinni Konan sprautar hér að fleira fólki, án nokkurrar ástæðu, segir Páll. 4. Á leið í hinn ljósmyndarann Konan gengur hér að Páli Hilmarssyni og gerir sig líklega til að sprauta á hann líka. Sem hún og gerði, segir Páll. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
„Ég hef hugsað mér að kæra þessa konu. Hún er ekki starfi sínu vaxin," segir Páll Hilmarsson ljósmyndari. „En ef hún er það, þá er eitthvað að verklagsreglum lögreglunnar." Páll stóð og tók myndir fyrir neðan grindverk í alþingisgarðinum. Hann segist hafa séð fjær sér hvar komi til orðaskipta milli lögreglu og mótmælenda í um þriggja metra fjarlægð, eftir að stúlka kastaði mold úr garðinum í átt að lögreglu. Ljóshærð lögreglukona hafi þá gengið tæpa tvo metra í burt frá grindverkinu og að veggnum. Hún hafi tekið upp táragasbrúsa og gengið orðlaust að grindverkinu aftur og sprautað yfir mótmælendur. Að því loknu hafi hún snúið aftur að veggnum og staldrað þar við. Þá gengið í suðurátt, að Páli og fyrirvaralaust sprautað á mann við hlið hans. Þvínæst hafi henni orðið litið á Pál og séð að hann væri að taka myndir. Hún hafi sprautað beint á Pál. „Hún gaf ekkert til kynna um hvað væri í vændum. Sagði ekki orð. Það er ekki hægt að segja að hún hafi verið að vernda hvorki sig, mig né aðra," segir Páll. Spurður um þetta, segist Stefán Eiríksson lögreglustjóri ekki geta svarað fyrir öll atvik dagsins, en vísar þeim sem telja lögreglu hafa gengið of langt á kæruleiðir. - kóþ 2. Gas gas gas Konan sprautar á myndatökumanninn og hópinn nálægt honum. 3. Sprautað öðru sinni Konan sprautar hér að fleira fólki, án nokkurrar ástæðu, segir Páll. 4. Á leið í hinn ljósmyndarann Konan gengur hér að Páli Hilmarssyni og gerir sig líklega til að sprauta á hann líka. Sem hún og gerði, segir Páll.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira