Enski boltinn

Agbonlahor tryggði Aston Villa þriðja sigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Agbonlahor fagnar hér sigurmarki sínu.
Gabriel Agbonlahor fagnar hér sigurmarki sínu. Mynd/AFP

Gabby Agbonlahor skoraði sigurmark Aston Villa sex mínútum fyrir leikslok þegar liðið vann 1-0 sigur á Birmingham í nágrannaslagnum í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram í hádeginu.

Gabby Agbonlahor skoraði markið með skalla eftir að Norðmaðurinn John Carew hafði skallað aukaspyrnu Ashley Young til hans. Þetta var þriðji sigur Aston Villa í röð og liðið er nú komið upp í 6. sæti með jafnmörg stig og Liverpool en lakari markatölu.

Birmingham er í 14. sæti með aðeins fjögur stig út úr fyrstu fimm leikjum sínum en þeir áttu ekki skilið að tapa þessum leik á móti nágrönnum sínum í Birmingham-borg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×