Enski boltinn

Coyle stjóri Burnley: Nú bíður okkar mikið ævintýri

Óskar ófeigur Jónsson skrifar
Owen Coyle, stjóri Burnley.
Owen Coyle, stjóri Burnley. Mynd/AFP

Owen Coyle, stjóri Burnley, ætlar ekki að láta tilboð frá öðrum félögum freista sín því hann ætlar að lifa ævintýrið sem er að fara með Burnley í ensku úrvalsdeildina. Burnley tryggði sér sætið með 1-0 sigri á Sheffield United í úrslitaleik á Wembley í gær.

„Enska úrvalsdeildin er full af frábærum leikmönnum og sumum af bestum stjórum heims. Ég ætla að einbeita mér að mínu starfi hjá Burnley. Það er hrós að vera orðaður við Celtic en ég er hjá Burnley," sagði Coyle aðspurður um áhuga skoska liðsins.

Burnley er eitt af tólf liðum sem voru í ensku deildinni á fyrsta tímabilinu 1888 en félagið hafði ekki verið í efstu deild í 33 ár. Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að vera hjá félaginu síðan 2007.

„Leikmennirnir voru frábærir og þetta var flottur leikur. Nú bíður okkar mikið ævintýri sem við hlökkum til að upplifa. Við höfum ekki stóran hóp en ég trú því að hann sé nægilega hæfileikaríkur," sagði Coyle sem byggði upp liðið fyrir aðeins 2,5 milljónir enskra punda.

Hann veit að það var mikið afrek að kom liði frá jafnlitum bæ alla leið upp í ensku úrvalsdeildin. Burnley er 73 þúsund manna bær norður af Manchester,

„Ég rosalega stoltur og ánægður fyrir alla bærjabúa en um leið finn ég til með Sheffield United. Við vorum með 36 þúsund stuðningsmenn á Wembley sem er hálfur bærinn," sagði Coyle og gerði grín af því að Old Trafford tæki fleiri en alla íbúa Burnley.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×