Enski boltinn

Rafa: Höfum ekki boðið í Lavezzi og ætlum ekki að gera það

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ezequiel Lavezzi.
Ezequiel Lavezzi. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hefur þverneitað sögusögnum í breskum og ítölskum fjölmiðlum að Liverpool sé þegar búið að leggja fram kauptilboð í framherjann Ezequiel Lavezzi hjá Napoli.

„Við höfum aldrei sett okkur í samband við Lavezzi og ætlum ekki að gera það. Sögusagnir um að við höfum lagt fram kauptilboð eru einfaldlega ekki réttar," segir Benitez í samtali við Daily Mail.

Lavezzi neitaði svo sjálfur að vera í viðræðum við Liverpool í samtali við Gazzetta dello Sport og vonast til þess að vera áfram hjá Napoli. Þó með ákveðnum formerkjum.

„Ég vill koma aftur til Napoli en félagið verður þá að standa við sín loforð gagnvart mér," segir Lavezzi en þessi 24 ára gamli sóknarmaður kvartaði sáran yfir því á síðustu leiktíð að aðdáendur ítalska félagsins sýndu honum ekki næga virðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×