Eva Joly, sem kölluð hefur verið einn fremsti rannsakandi efnahagsbrota í heiminum, hefur verið ráðinn sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Joly, sem gat sér gott orð í ELF málinu í Frakklandi á sínum tíma, mun veita ríkisstjórninni og þeim aðilum sem rannsaka aðdraganda bankahrunsins ráðgjöf á komandi misserum.
Eva Joly er víðkunn af rannsóknum sínum á fjármálabrotum og fjármálaspillingu í Evrópu og víðar og gengdi áður stöðu rannsóknardómara í Frakklandi en er nú meðal annars ráðgjafi norsku ríkisstjórnarinnar.
Frá þessu var gengið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.