Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin minnist Robson í fyrstu umferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bobby Robson.
Bobby Robson. Mynd/AFP

Áhorfendur á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi munu virða minningu Bobby Robson með einnar mínútu þögn fyrir alla leikina. Enski boltinn hefst um helgina með góðgerðaskildinum og leikjum í ensku 1. deildinni og mun sami háttur vera hafður á fyrir þá leiki.

„Bobby Robson skilaði svo miklu til fótboltans á sínum langa og farsæla ferli. Það er því vel við hæfi að stuðningsmenn út um allt land fái tækifæri til að gleðjast yfir hans lífi og því sem hann færði fótboltanum," sagði Dave Richards stjórnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Bobby Roboson lést í síðustu viku eftir harða baráttu við krabbamein en hann var 76 ára gamall. Hann var stjóri hjá liðum eins og Ipswich Town, PSV Eindhoven, Porto, Barcelona og Newcastle United á sínum ferli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×