Enski boltinn

Tevez ekki áfram hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez hefur leikið sinn síðasta leik með Manchester United.
Carlos Tevez hefur leikið sinn síðasta leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United hefur staðfest að Carlos Tevez muni ekki spila með félaginu á næstu leiktíð.

Tevez hefur undanfarin tvö ár verið á lánssamningi hjá United og var félagið reiðubúið að borga þá upphæð, 25,5 milljónir punda, sem þurfti til að gera fimm ára samning við leikmanninn.

En United hefur nú tilkynnt að Tevez ætli sér að fara annað.

„Því miður hafa fulltrúar hans tilkynnt okkur að hann vill ekki spila áfram með Manchester United," sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

„Félagið þakkar Carlos fyrir hans framlag undanfarin tvö ár og óskar honum alls hins besta í framtíðinni."

Félagið sagði enn fremur að það hefði verið reiðubúið að gera Tevez að einn hæstlaunuðustu leikmönnum félagsins en það hefði ekki dugað til.

Þar með er ljóst að United mun missa bæði Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez.

Tevez er einna helst orðaður við Manchester City en Liverpool og Chelsea eru einnig sögð vilja fá hann í sínar raðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.