Enski boltinn

Mancini talinn efstur á blaði hjá Portsmouth

Ómar Þorgeirsson skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Nordic photos/Getty images

Einhverjar tafir hafa verið á yfirtöku Sulaiman Al Fahim á enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth en nýr knattspyrnustjóri verður ekki ráðinn á Fratton Park fyrr en yfirtökunni er endanlega lokið. Margir knattspyrnustjórar hafa verið orðaðir við stöðuna en á síðustu dögum hefur nafn Ítalans Roberto Mancini, fyrrum stjóra Inter, borið oftast á góma í því samhengi.

„Þetta er viðkvæm staða eins og er og það er í raun ekkert sem við getum sagt um málið," segir Giorgios de Giorgi talsmaður Mancini í samtali við The News en Mancini er sagður hafa fundað með Al Fahim og hans mönnum í París í gær.

Paul Hart, sem tók við stjórnartaumunum eftir að Tony Adams var rekinn á síðstu leiktíð, hefur séð um æfingar á undirbúningstímabilinu en vonast er til þess að nýr stjóri taki við innan tveggja vikna. Hans bíður meðal annars að taka ákvörðun um hvort reynsluboltunum Sol Campbell og Kanu verði boðinn nýr samningur hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×