Enski boltinn

Johnson: Ætla að hjálpa Liverpool að vinna deildina

Ómar Þorgeirsson skrifar
Glen Johnson og Rafa Benitez.
Glen Johnson og Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Glen Johnson nýjasti liðsmaður Liverpool er með markmiðin á hreinu fyrir næsta keppnistímabil í ensku úrvalsdeildinni. Hann ætlar að leggja sitt að mörkum til þess að Liverpool verði enskur meistari.

„Strákarnir stóðu sig vel í fyrra og vonandi náum við að gera enn betur í ár. Liverpool er frábært félag með mikla sögu og ég vill vera hluti af henni. Ég kom til félagsins til þess að hjálpa því að vera enskur meistari," segir Johnson.

Johnson er búinn að festa sig í sessi í byrjunarliði enska landsliðsins en leikmaðurinn telur að hann geti enn bætt leik sinn mikið.

„Ég get pottþétt bætt mig mikið, allir leikmenn geta það. Benitez sagðist vilja sjá mig spila jafnvel og á síðasta tímabili með Portsmouth en ég veit að ég get gert enn betur en það," segir Johnson ákveðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×