Enski boltinn

Chelsea og Barcelona bítast um Bruno Alves

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bruno Alves.
Bruno Alves. Nordic photos/AFP

Fastlega er búist við því að portúgalski landsliðsmaðurinn Bruno Alves hjá Porto muni yfirgefa Estadio do Dragao í sumar en stórliðin Chelsea og Barcelona hafa bæði áhuga á varnarmanninum.

Hinn 27 ára gamli Alves var reyndar einnig orðaður við félagsskipti til Real Madrid í lok síðast tímabils en forráðamenn Chelsea eru sagðir tilbúnir með kauptilboð þar sem þeir sjá Alves sem kjörinn eftirmann varnarmannsins Ricardo Carvalho, sem hefur líst því yfir að hann vilji fara frá Lundúnafélaginu.

„Ég er opinn fyrir því að koma til Englands og ég hef heyrt af áhuga Chelsea, sem og reyndar Barcelona. Ég er hins vegar samningsbundinn Porto og forráðamenn félagsins ráða því ferðinni í þessum málum," segir Alves í samtali við Daily Mail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×