Segir frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis meingallað Höskuldur Kári Schram skrifar 2. desember 2009 12:14 Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi. Til stendur að rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu um orsök og aðdraganda bankahrunsins í lok janúar á næsta ári. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi forsætisnefndar Alþingis verða ekki allar upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar gerðar opinberar. Um er að ræða meðal annars upplýsingar sem snerta fjármál einstaklinga og fyrirtækja. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að Alþingi skipi níu manna þingnefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis. „Það er tilfinning okkar hér í Hreyfingunni inni á þingi að öll umgjörð þessa máls, alveg frá upphafi, hún ber keim af því að það sé vilji til þess að málið verði ekki leitt til lykta með fullnægjandi hætti," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir nauðsynlegt að skipa sérstaka óháða nefnd sérfræðinga til að fjalla um viðbrögð við skýrslunni. Ekki sé á það treystandi að þingið rannsaki sig sjálft. „Það er alvarlegasti hlutinn við þetta frumvarp. þingið er að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka eða hugsanlega til að fara yfir aðild þingmanna að hruninu og það er jafna sem gengur ekki upp," segir Þór og bætir við að almenningur megi ekki fá það á tilfinninguna að verið sé að leyna gögnum. „Þó að rannsóknarnefndin muni að sjálfsögðu birta öll þau gögn sem að hún telur nauðsynleg í skýrslu sinni að þá teljum við í Hreyfingunni að það sé alveg einboðið að allar upplýsingar sem nefndin hefur verið að vinna með, nema kannski einhverjar sem myndu falla undir það sem hægt væri að kalla ýtrustu kröfur um persónuvernd, allar aðrar upplýsingar liggi frammi og verði opnar öllum," sagði hann að lokum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi. Til stendur að rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu um orsök og aðdraganda bankahrunsins í lok janúar á næsta ári. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi forsætisnefndar Alþingis verða ekki allar upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar gerðar opinberar. Um er að ræða meðal annars upplýsingar sem snerta fjármál einstaklinga og fyrirtækja. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að Alþingi skipi níu manna þingnefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis. „Það er tilfinning okkar hér í Hreyfingunni inni á þingi að öll umgjörð þessa máls, alveg frá upphafi, hún ber keim af því að það sé vilji til þess að málið verði ekki leitt til lykta með fullnægjandi hætti," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir nauðsynlegt að skipa sérstaka óháða nefnd sérfræðinga til að fjalla um viðbrögð við skýrslunni. Ekki sé á það treystandi að þingið rannsaki sig sjálft. „Það er alvarlegasti hlutinn við þetta frumvarp. þingið er að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka eða hugsanlega til að fara yfir aðild þingmanna að hruninu og það er jafna sem gengur ekki upp," segir Þór og bætir við að almenningur megi ekki fá það á tilfinninguna að verið sé að leyna gögnum. „Þó að rannsóknarnefndin muni að sjálfsögðu birta öll þau gögn sem að hún telur nauðsynleg í skýrslu sinni að þá teljum við í Hreyfingunni að það sé alveg einboðið að allar upplýsingar sem nefndin hefur verið að vinna með, nema kannski einhverjar sem myndu falla undir það sem hægt væri að kalla ýtrustu kröfur um persónuvernd, allar aðrar upplýsingar liggi frammi og verði opnar öllum," sagði hann að lokum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira