Enski boltinn

Carvalho segist ekki vera á förum frá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ricardo Carvalho.
Ricardo Carvalho. Nordic Photos/Getty Images

Portúgalski varnarmaðurinn hjá Chelsea, Ricardo Carvalho, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á förum frá félaginu. Þvert á móti sé hann staðráðinn í að mæta enn sterkari til leiks hjá félaginu á næstu leiktíð.

Carvalho hefur verið mikið meiddur í vetur og hefur Brasilíumaðurinn Alex tekið hans stöðu fyrir miðri vörn liðsins.

„Eina sem ég er að hugsa um er að mæta enn sterkari til leiks þegar deildin hefst aftur næsta haust," sagði Carvalho sem orðinn er 31 árs.

„Þetta hefur ekki verið jákvætt tímabil fyrir mig vegna meiðslanna. Ég er að vinna í þeim og verð heill heilsu næsta vetur. Ég vil þess utan bæta mig því ég er eðlilega ekki sáttur við það framlag sem ég bauð upp á þennan veturinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×