Enski boltinn

Redknapp reyndi að kaupa Barry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Barry í leik með Aston Villa.
Gareth Barry í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur greint frá því að hann reyndi að kaupa miðvallarleikmanninn Gareth Barry frá Aston Villa en hann gekk að lokum til liðs við Manchester City.

Barry átti eitt ár eftir af samningi sínum við Villa en City greiddi tólf milljónir punda fyrir hann. Tottenham átti erfitt með að jafna það tilboð.

„Tottenham gerði að mér fannst nokkuð gott tilboð í Barry og þá var Liverpool einnig tilbúið að leggja fram tilboð. En við áttum ekki roð í City."

„City bauð hátt í hann og bauð honum sjálfum háar launagreiðslur. Við það getum við ekki keppt. Það er þó sannarlega ekki Gareth sjálfum að kenna að honum var boðinn svona risasamningur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×