Enski boltinn

Florentino Perez: Reyndum að fá Arsene Wenger til Real Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordicphotos Gettyimages

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur viðurkennt að spænska félagið hafi leitað til Arsene Wenger hjá Arsenal og boðið honum að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu en Frakkinn hefði neitað að yfirgefa enska félagið.

Madridingar réðu svo Manuel Pellegrini, fyrrum knattspyrnustjóra Villareal, á endanum í starfið.

„Frá byrjun voru aðeins tvö nöfn á blaði hjá mér og það voru Wenger og Pellegrini. Við töluðum við Wenger nokkrum sinnum og höfum alltaf verið hrifnir af vinnu hans með Arsenal en hann vildi ekki yfirgefa enska félagið þar sem hann segist enn skulda því of mikið fyrir að hafa gefið honum stóra tækifærið á sínum tíma. En eins og Jorge Valdano [stjórnarformaður Real Madrid] orðaði það svo réttilega þá er Pellegrini í raun Wenger spænska fótboltans," segir Perez í viðtali við franska blaðið L'Equipe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×