Enski boltinn

Ashley Cole: Besta tímabilið mitt hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole á ferðinni á móti sínum gömlu félögum í Arsenal.
Ashley Cole á ferðinni á móti sínum gömlu félögum í Arsenal. Mynd/AFP

Ashley Cole, nýkrýndur bikarmeistari í fimmta sinn á ferlinum, segir tímabilið 2008-09 hafi verið það besta hjá sér í herbúðum Chelsea. Cole hefur spilað með Chelsea frá árinu 2006 þegar hann kom frá Arsenal en það hann tók hann tíma að yfirvinna erfið meiðsli sem fylgdu honum yfir á Stamford Bridge.

„Ég get hlaupið á ný af því að ég orðinn verkjalaus í ökklanum," sagði Cole sem glímdi lengi við erfið ökklameiðsli. "Jose vildi að ég fylgdi með í sóknina en ég gat það ekki. Ég spilaði sárþjáður í HM og gat ekki beðið eftir því að verða góður af þessum meiðslum," sagði Cole.

„Ég hef aldrei spilað betur í úrvalsdeildini á þessu tímabili. Nú er ég verkjalaus og nýt þess að spila. Ég spila með bros á vör og ég tel að ég sé búinn að bæta mig vikið," sagði Cole.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×